Þann 30. apríl lauk Anna Baldvina Jóhannsdóttir sínum síðasta starfsdegi á Bóka- og skjalasafni Dalvíkurbyggðar. Hún hóf störf á skjalasafninu haustið 2009 og hefur átt mestan þátt í því að koma því fyrir í þeim húsakynnum sem þau eru í núna. Um leið og Önnu Baldvinu eru þökkuð vel unnin störf má geta þess að þar með lýkur hún 40 ára starfi í þágu Dalvíkurbyggðar, en hún hóf starfsferilinn með kennslu í Dalvíkurskóla árið 1973.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00