Bókasafnið þarf sitt páskafrí eins og aðrir og verður opnunartíminn eins og hér segir:
Fimmtudagur 13. apríl - LOKAÐ
Föstudagur 14. apríl - LOKAÐ
Laugardagur 15. apríl - OPIÐ 13.00-16.00. Ævintýrastund á Bókasafninu frá 13.30-14.15. Ævintýrastund ætti að henta fólki á öllum aldri þó efnið verði sérstaklega valið með börn í huga. Rýnt verður í sögupersónur, hvernig hlutverk eða efni hefur breyst í gegnum tíðina og valin ævintýri lesin, bæði ný og gömul. Björk Hólm sér um ævintýrastundina en börnin eru áfram á ábyrgð foreldra eða forráðamanna á meðan á stundinni stendur.
Sunnudagur 16. apríl - LOKAÐ
Mánudagur 17. apríl - LOKAÐ
Fimmtudagur 20. apríl - LOKAÐ
Föstudagur 21. apríl - venjulegur opnunartími. Hádegisfyrirlestur í sýningarsalnum í Bergi. Að þessu sinni sýnd stutt heimildarmynd um mann sem margir þekkja eflaust úr byggðarlaginu. Höfundur myndarinnar er Jón Bjarki Hjálmarsson frá Steindyrum en myndin heitir: Afi Mannsi. Jón Bjarki ætlar að segja stuttlega frá ferlinu á bak við tjöldin og ef til vill svara spurningum að sýningu lokinni ef tími gefst til.
Fyrir utan dagskrá bókasafnsins verður nóg um að vera í Menningarhúsinu Bergi yfir páskahátíðina. Nú hangir uppi myndlistasýningin Skuggabirta sem inniheldur verk eftir Guðmund Ármann. Viðfangsefni sýningarinnar er hin kvika birta náttúrunnar og vísar titill sýningarinnar, Skuggabirta, til þess.
Á fimmtudaginn (skírdag) verða tónleikar með fjölskyldutríóinu Elví, Eyþóri Inga og Birki Blæ. Tónleikarnir standa frá kl. 20.00-21.30.
Á laugardaginn býður Basalt upp á Páskabrunch frá 11.00-14.00, athugið að það þarf að panta borð. Hægt er að gera svo í síma 868-1202 eða á basaltbistro@gmail.com.
Um kvöldið eru síðan tónleikar með Aroni Óskarssyni og hljómsveit. Tónleikarnir byrja kl. 21.00 og miðaverð er 1500 kr.
Eins og sjá má verður nóg um að vera á öllum vígstöðum í Menningarhúsinu Bergi um páskana og hlökkum við mikið til að sjá sem flesta.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00