Frjáls eftir Ayaan Hirsi Ali, stórbrotin saga um hugrakka konu. Sómalski flóttamaðurinn Ayaan Hirsi Ali er ein umtalaðasta kona veraldar síðustu mánuði. Athyglin beindist að henni þegar íslamskur öfgamaður myrti hollenska kvikmyndagerðarmanninn Theo van Gogh og hótaði að hún yrði næst.
Hermaður gerir við grammófón eftir Sasa Stanisic. Gáskafull saga frá Bosníu með alvarlegum undirtón sem vakið hefur mikla athygli og fengið frábæra dóma. Um 14 ára strák, sem flúði til Þýskalands, þegar stríðið hófst á Balkansskaga.
Hótel Borg eftir Nicola Lecca Heimsþekktur hljómsveitarstjóri hafnar æðstu metorðum innan tónlistarheimsins og ákveður að setjast í helgan stein. En fyrst ætlar hann að halda mikilvægustu tónleika lífs síns, í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00