Bókasafn Dalvíkurbyggðar stóð fyrir málþingi um Filippíu Kristjánsdóttur í gær, sunnudag. Helga Kress, bókmenntafræðingur hélt mjög fróðlegt erindi um verk Filippíu, Guðrún Agnarsdóttir, læknir sagði frá skáldkonunni og Lilja Sólveig Sigurðardóttir las úr verkum hennar. Eftir hlé sagði Ingibjörg Hjartardóttir okkur frá þeim ritdómum, sem Hugrún fékk, þegar hún gaf út skáldsögur fyrir fullorðna. Að síðustu sungu allir kvæðið Svarfaðardalur, þar sem textinn er eftir Hugrúnu, en lagið eftir Pálmar Eyjólfsson. Málþingið þótti takast mjög vel og voru skipuleggjendur mjög ánægðir með aðsóknina.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00