Lokað - þangað til hægt verður að opna að nýju.

Lokað - þangað til hægt verður að opna að nýju.

Lokað - þangað til hægt verður að opna að nýju

Kæru vinir <3 

Vegna aðstæðna í sveitafélaginu okkar og takmörkunum á landsvísu verður Bókasafn Dalvíkurbyggðar LOKAÐ frá og með mánudeginum 2. Nóvember þar til hægt verður að opna á ný – við munum auglýsa það sérstaklega.

Skiladagar á efni sem á að skila á næstunni verða framlengdir fram yfir það tímabil sem hertar samkomutakmarkanir gilda en við vinnum nú að því að koma upp skilakassa sem hægt verður að skila í ef fólk vill, á meðan á þessu tímabili stendur.

Við ætlum að reyna að halda úti bókaskutli eins lengi og við getum en bókum verður aðeins keyrt út tvisvar í viku. Bókaskutlið virkar þannig að lánþegar hringja í síma 460-4930, senda skilaboð á facebook eða í netfangið utlan@dalvikurbyggd.is. Lánþegar þurfa að gefa upp kennitölu og heimilisfang sem þeir vilja fá bókina senda á. Þjónustan er með öllu snerti- og samskiptalaus og við biðjum alla að virða það og halda fjarlægð þegar þeir fá til sín bók. Hér má lesa nánar um bókaskutlið HÉR.

Við bendum á að hægt er að hafa samband við okkur í síma 460-4931 (bókasafn) eða í síma 848-3248 (Björk Hólm) með sérstakar vangaveltur eða óskir. Við svörum auk þess skilaboðum á fésbókinni okkar og í netfanginu utlan@dalvikurbyggð eða bjork@dalvikurbyggd.is

Á tímum sem þessum kemur Rafbókasafnið að góðum notum (leiðbeiningar um notkun þess má finna HÉR)

Rafbókasafnið er alltaf opið og það eina sem þarf er:

-          Spjaldtölva, sími eða venjuleg tölva

-          Gilt bókasafnsskírteini

-          Appið Libby eða Overdrive

-          Til að skrá sig inn þarf að nota GE númer (stendur á skírteininu) og leyninúmer (það sama og notað er á leitir.is)

 

Það skal einnig tekið fram að Héraðsskjalasafn Svarfdæla er lokað fyrir gesti á meðan á þessu tímabili stendur. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið dalskjal@dalvikurbyggd.is eða hringja í síma 469-4932.

 

Við óskum ykkur alls hins besta á þessum átakalegu tímum, hlúið vel að ykkur sjálfum og ykkar allra innsta hring <3 

Við hlökkum óendanlega til að taka á móti ykkur á ný með brosi á vör (þó það muni mögulega ekki sjást undir grímunni).

Með kærleik og hlýju -

Starfsfólk safnanna.