Hjónin Júlíus Kristjánsson og Ragnheiður Sigvaldadóttir afhentu í vikunni skjalasafninu ljósmyndasafn sitt. Safnið sem er mikið að vöxtum er flokkað niður og merkt en bíður nú þess að verða skannað inn og vistað í skráningar og vefforritinu Fotostation. Í safni Júlíusar og Ragnheiðar eru myndir eftir ýmsa ljósmyndara þ.a.m. Jónas Hallgrímsson og Loft Baldvinsson, einnig fjöldamargar mannamyndir teknar á ljósmyndastofum, bæði frummyndir og eftirtökur. Almennt má um safnið segja að það sýnir fólk og mannlíf í Dalvíkurbyggð á síðustu öld. Mikill fengur er að safninu og ekki síður þeirri vinnu sem farið hefur í að skrásetja upplýsingar sem fylgja hverri mynd. Svanhildur Árnadóttir hefur verið þeim hjónum til aðstoðar við skráninguna. Á myndum má sjá hópinn sem að þessari velþegnu afhendingu standa.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00