Miðvikudaginn 14. mars hittust um 50 manns í Bergi til að kynnast, spila og spjalla. Þetta voru nemendur á íslenskunámskeiðum Símeyjar ásamt kennurum sínum þeim Guðnýju Ólafs og Unni Hafstað. Þeim til aðstoðar mættu 10 Íslendingar og það var spjallað og spilað í klukkutíma. Þessi stund var einstaklega ánægjuleg og komu fram óskir um að þetta yrði endurtekið síðar. Dalvíkurskóli lánaði okkur spil og við viljum hér með þakka skólanum og öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að gera þetta mögulegt. Hér fyrir neðan má sjá myndir af samkomunni.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00