Við fengum skemmtilega ábendingu frá starfsfólki Dalbæjar um framtakið ,,knús í kassa” sem er verkefni á vegum Penninn Eymundsson (Sjá frekar hér) og langar okkur endilega að taka þátt!
Verkefnið gengur út á það að krakkar (og svo sem fullorðnir líka) geta komið á bókasafnið og teiknað fallegar hugsanir til þeirra sem dvelja á Dalbæ. Myndirnar fara svo í sérstakann knús-kassa sem er staðsettur í barnahorni bókasafnsins og í lokin verða myndunum svo dreift til íbúa Dalbæjar í þeirri von um að það muni birta upp á daginn þeirra og gleðja.
Við vonum það innilega að þið takið þátt í þessu verkefni með okkur og komið fallegu hugsunum ykkur á blað. Þið eruð öll listamenn!
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00