Gluggi 1: Dagbók frá 1918

Gluggi 1: Dagbók frá 1918

Jólamenning - talið niður í jólin 

Gluggi nr. 3

 
Næstu 24 daga ætlum við að stytta biðina til jóla með einum eða öðrum menningartengdum hætti. Dagatalið, “Jólamenning – talið niður í jólin” er samstarfsverkefni Bókasafns Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafns Svarfdæla, Byggðasafnsins Hvols og Menningarhússins Bergs. Á hverjum degi opnast gluggi á Facebook þar sem jólahefðir verða heiðraðar, rykið dustað af fortíðinni, nýjar jólabækur kynntar eða sniðugar leiðir til jólaskreytinga kenndar… svo fátt eitt sé nefnt.
Það eina sem þú þarft að gera er að fylgjast vel með á facebook síðu bókasafnsins, njóta og taka þátt þegar það á við ❤
 
Við vonum auðvitað að við getum átt með ykkur huggulegar stundir í raunheimum þegar nær dregur jólum en þangað til verður fjörið að mestu rafrænt.
 
Fyrsti glugginn opnast NÚNA og er í boði Héraðsskjalasafns Svarfdæla.
 
Það er við hæfi að fyrsta færslan sé tengd við fullveldisárið 1918, enda 1. desember fullveldisdagur okkar Íslendinga.
 
Fyrir tveimur árum tók Héraðsskjalasafn Svarfdæla þátt í Norræna skjaladeginum undir yfirskriftinni Litbrigði lífsins - 1918. Framlag safnsins var innsýn í dagbókarskrif Þórarins Kr. Eldjárn, fyrrum bónda og hreppstjóra á Tjörn í Svarfaðardal. Í meðfylgjandi myndum gefur að líta stutta samantekt.
 
Njótið vel og munið að kíkja aftur í gluggann á morgun <3