Fyrsti hádegisfyrirlestur vetrarins verður fimmtudaginn 9. okt. kl. 12:15-13:00 í Bergi. Hann ber titilinn Að læra allt lífið : af hverju þurfum við alltaf að vera að læra? Það eru þrír skemmtilegir kennarar og spekingar frá Símey sem fjalla um efnið á sinn skemmtilega hátt. Þetta eru þau: Erla Björg Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri, Helgi Þorbjörn Svavarsson og Heimir Haraldsson verkefnastjórar og ráðgjafar.
Allir eru velkomnir og þeir sem vilja, geta snætt í salnum á meðan þeir hlýða á fyrirlesturinn.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00