Gluggi 7: Jólaföndur úr gömlum bókum

Gluggi 7: Jólaföndur úr gömlum bókum

Jólamenning - talið niður í jólin 

Gluggi nr. 7

 

Fallegur og kaldur desemberdagur í Dalvíkurbyggð! Í dag er tilvalið að fara út í frískandi göngutúr í snjónum og þegar inn er komið að hita sér svo heitt súkkulaði til að hlýja sér. Eiga svo góða núvitundarstund í jólaföndur, endurnærð eftir göngutúrinn og ekkert stress!

Reglulega fá starfsmenn bókasafnsins fyrirspurnir um hvort hægt sé að koma með gamlar bækur á safnið. Því miður höfum við ekki tök á að taka við gömlum bókum en hvetjum ykkur til að nýta þær á sniðugan hátt ef þær hafa þjónað sínum tilgangi. Til dæmis er hægt að útbúa jóladagatal með bókagjöfum þar sem á hverjum degi fram til jóla eru pakkar opnaðir með nýjum-gömlum bókum! Jafnframt er hægt að endurnýta bækur í ýmiss konar sniðugt jólaföndur. En áður en þið tætið bækurnar í sundur, biðjið þá Bókaenglana um leyfi ⛄️⛄️⛄️

Hér eru nokkrar myndir sem sýna sniðugar endurvinnslu hugmyndir. Jólatré, kransar, jólakort og kertastjakar og fleira jólalegt. Á Pinterest.com má finna óteljandi hugmyndir að hvernig er hægt að endurvinna bækur í jólaföndur! Mælum með notalegri samverustund í jólaföndur ⛄️