Jólamenning - talið niður í jólin
Gluggi nr. 5
Í fyrsta sinn frá því í byrjun september gefur að líta nýja sýningu í sal Menningarhússins Bergs. Sýningin ber yfirskriftina Systralag II/Sisterhood II og er eftir listakonuna Bergþóru Jónsdóttur.
Sýningin upphefur konur af ólíkum bakgrunni, baráttu þeirra til jafnréttis og styrkinn sem bindur þær saman. Systralag samanstendur af 10 tauverkum sem njóta sín fallega í stórum og björtum sýningasalnum.
Verkin vísa hvert og eitt í ákveðna baráttukonu og má þar nefna Vigdísi Finnbogadóttur, Malala Yousafzahi, Laverne Cox og Toni Morrison auk annarra.
Sýningin verður opin út janúar svo það er nógur tími til að koma og líta við en í dag verður opið hjá okkur til 16.00. Það geta aðeins 10 manns verið í salnum í einu og það er grímuskylda á alla gesti.
Ef við sjáum ykkur ekki í dag – þá sjáum við ykkur seinna því enginn má láta þessa sýningu framhjá sér fara!