Jólamenning - talið niður í jólin
Gluggi nr. 20
Þá er 20. desember genginn í garð og jafnframt fjórði í aðventu. Ef þú hefur ekki gert það nú þegar þá hvetjum við þig til að kveikja á síðasta kertinu í aðventukransinum - englakertinu. Hugsum um um það sem við erum þakklát fyrir og hlýjum okkur við góðar minningar. Hvað gerðir þú á árinu sem lét þér líða vel?
Eruð þið með einhverja sérstakar hefðir yfir aðventuna sem ykkur langar að deila?
Við hér á safninu erum með ýmsar jólahefðir sem við vonumst til þess að geta framkvæmt með ykkur á næsta ári, svo sem jólaupplestur, kósýstundir á safninu og margt fleira!
Á myndinni fyrir neðan má sjá bókaengil safnsins en hann vakir yfir bókunum okkar og viðheldur góðum anda!