Jólamenning - talið niður í jólin
Gluggi nr. 18
Fözzarafésbók!
Alltaf styttist meir og meir í blessuðu jólahátíðina okkar. Nú er tíminn til að skipuleggja næstu daga þannig að öllum líði sem best og ekkert stress! Til að auðvelda skipulagið er tilvalið að fá að láni á bókasafninu bókina Skipulag eftir samfélagsmiðlastjörnuna Sólrúnu Diego. Í bókinni eru ýmiss konar sniðug ráð um jólaundirbúninginn og skipulag heimlisins enda er Sólrún löngu orðin þjóðþekkt fyrir tjékklistana sína og gott skipulag.
Þegar búið er að fara vel yfir skipulagsmál heimilisins þá er tilvalið að skoða uppskriftarbækur og velja dýrindis eftirrétti sem hægt væri að bjóða uppá á jólunum. Á bókasafninu er hægt að fá að láni fjölmargar bækur með gómsætum uppskriftum, til dæmis nýju kökubókina hennar Lindu Ben.
Munum samt öll að nú er tími til þess að hlúa að okkur sjálfum og fjölskyldunni. Notalegar samverustundir er það sem jólin snúast um. Það skiptir ekki máli þótt að skápar og geymslur séu ekki skipulögð og þrifin fyrir jólin. Þótt að óhreina tauið sé enn fullt á aðfangadag og þótt að gluggarnir séu skítugir. Ef allt er enn skítugt aðfangadag, þá erum við með ráð: slökkvum á loftljósunum og kveikjum á kertum og lömpum. Þá verður allt svo huggulegt!