Gluggi 13: Jólasveinar

Gluggi 13: Jólasveinar

Jólamenning - talið niður í jólin 

Gluggi nr. 13

 

Kæru jólavinir! Þá eru uppáhalds karlar okkar allra smátt og smátt að koma til byggða, því ber svo sannarlega að fagna!
Heyrst hefur að Kertasníkir hafi sést á flakki í fjöllunum hér í grendinni nokkrum dögum á undan áætlun en það var einn hörkuduglegur göngugarpur sem segist hafa rekist á hann á göngu sinni fyrir ofan bæinn. Kertasníkir sagðist reyndar bara vera að leita að jólakettinum en ekkert hafi spurst til hans síðan um síðustu helgi... við vonum að hann komist í leitirnar sem allra fyrst!
 
Annars eru meðfylgjandi myndir af facebook síðu Héraðsskjalasafn Svarfdæla, ásamt fullt af alls konar skemmtilegum myndum og fróðleik. Við mælum klárlega með að kíkja á síðuna og skoða myndirnar með einn rjúkandi kakóbolla í hönd: https://www.facebook.com/heradskjalasafnsvarfdaela
 
Með jóla- og kærleikskveðju!