Dalvíkurbyggð auglýsir eftir Forstöðumanni Safna í tímabundna afleysingu

Dalvíkurbyggð auglýsir eftir Forstöðumanni Safna í tímabundna afleysingu
Nýju ári fylgja ætíð ný tækifæri - Er þetta þitt tækifæri?
 
 
Dalvíkurbyggð leitar eftir einstaklingi í 100% starf forstöðumanns safna í Dalvíkurbyggð. Um er að ræða tímbundna ráðningu í allt að 11 mánuði. Umsóknarfrestur stendur til fimmtudagsins 10. janúar 2019. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 
 
Við hvetjum að sjálfsögðu alla áhugasama til að hoppa á þetta frábæra tækifæri, sækja um og freista þess að vinna á einum skemmtilegasta vinnustað Dalvíkurbyggðar.
 

Forstöðumaður ber ábygð á starfsemi og rekstri safna sveitarfélagsins; bókasafni, héraðsskjalasafni, byggðasafni auk upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Forstöðumaður vinnur innan þess ramma sem sveitastjórn samþykkir ár hvert og vinnur faglega stefnumótun fyrir starfsemi safnanna og tryggir að farið sé eftir settum lögum og reglum er gilda um viðeigandi starfsemi.

 Ábyrgðar- og starfssvið

  • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á rekstri safna
  • Gerð starfs- og fjárhagsáætlana
  • Öflun styrkja til sérverkefna
  • Stefnumótun og stjórnun starfsmannamála
  • Öryggismál starfsmanna, gesta og safnkosts
  • Umsjón með heimasíðum og samfélagsmiðlum safnanna
  • Vera ráðgefandi um málefni þjóðminja- og skjalavörslu
  • Umsjón með afhendingaskyldum aðilum og eftirlitsheimsóknum skv. lögum um opinber skjalasöfn
  • Umsjón með sérverkefnum, s.s. sýningum, móttökum og tímabundnum verkefnum
  • Skipulagning, skráning og safnfræðsla

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Reynsla eða þekking af safnastarfi er kostur
  • Gott vald á upplýsingatækni og áhugi á að tileinka sér nýjungar á því sviði
  • Þekking á vefumsjón, gagnagrunnum, skráningaforritum, myndvinnslu og fleira
  • Gott vald á íslensku, ensku og einu norðurlandamáli í ræðu og riti
  • Frumkvæðni, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Rík þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki

 

Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2019

Umsóknum skal skila til sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs á netfangið hlynur@dalvikurbyggd.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir jafnframt Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu og menningarmála í síma 460-4916 eða sama netfangi og getið er að ofan.

Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitafélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar með besta móti.