Þriðjudaginn 4. desember n.k.verður haldið bókmenntakvöld á Hótel Sóley kl. 20.00. Þar munu nokkrir valinkunnir heimamenn og aðrir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Má þar meðal annars nefna Júlíus Júlíusson sem les upp úr bók sinni "Blíð og bangsi litli", Lenu Gunnlaugsdóttur sem les upp úr bók sinni "Nafnlaus ljóð" og Björn Ingólfsson sem les upp úr bók sinni "Vasast í öllu".
Einnig munu aðrir heimamenn lesa upp úr:
Veruleiki draumanna - Ingibjörg Haraldsdóttir
Postulín - Alma Guðmundsdóttir skrifar um Freyju Haraldsdóttur
Skáld-Rósa - Gísli H. Kolbeins skrifar um Rósu Guðmundsdóttur
Í öðru landi - Edda Andrésdóttir
Sögur úr sveitinni - Böðvar Guðmundsson
Draugaslóð - Kristín Helga Gunnarsdóttir
Íbúar Dalvíkurbyggðar, fjölmennum og eigum notalegt kvöld með piparkökum, kertaljósi og notalegheitum.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00