Bókasafn Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir bóka- og safnverði í 50% stöðu

Bókasafn Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir bóka- og safnverði í 50% stöðu

Bókasafn Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir bóka- og safnverði í 50% stöðu

 

Um er að ræða framtíðarstarf sem skiptist í 25% stöðu á Bókasafni Dalvíkurbyggðar og 25% stöðu á Héraðsskjalasafni Svarfdæla. Vinnutíminn er frá þriðjudegi til föstudags frá kl. 12.00 til 17.00 og á laugardögum frá kl. 13.00-16.00.

 

Starfssvið

-          Bókavörður er ábyrgur fyrir daglegri þjónustu bókasafnsins í samræmi við lög og reglur sem eiga við um almenningsbókasöfn.

-          Safnvörður er ábyrgur fyrir daglegri þjónustu Héraðsskjalasafns í samræmi við lög og reglur sem eiga við um opinber skjalasöfn.

-          Skráning, flokkun og frágangur safnkosts á Héraðsskjalasafni Svarfdæla.

-          Móttaka, skráning og afgreiðsla á Bókasafni Dalvíkurbyggðar.

-          Upplýsingagjöf til viðskiptavina og ferðamanna í samvinnu við Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar.

 

Hæfniskröfur

-          Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.

-          Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun.

-          Góð tungumálakunnátta og almenn tölvukunnátta.

-          Frumkvæði, gott skipulag og sjálfstæð vinnubrögð.

-          Góð þjónustulund og virðing í mannlegum samskiptum.

-          Reynsla af bóka- og safnastörfum eða öðrum sambærilegum störfum er kostur.

-          Menntun sem nýtist í starfi er kostur.

 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsókn á netfangið: bjork.eldjarn@dalvikurbyggd.is, merkt: „Atvinnuumsókn – bóka og safnvörður“.

Ásamt umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og persónuleg kynning á umsækjanda.

 

Laun og launakjör eru í samræmi við kjarasamning Sambands íslenskra sveitafélaga og KJALAR. 

 

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf um miðjan september.

 

Umsóknafrestur er til 25. ágúst

Frekari upplýsingar veitir: Björk Eldjárn Kristjánsdóttir, forstöðumaður safna  í síma: 460-4931 eða á netfanginu: bjork.eldjarn@dalvikurbyggd.is