Börnin í Dalvíkurbyggð hafa nú kosið bestu barnabækurnar 2014. Alls tóku 105 krakkar á aldrinum 6 - 13 ára þátt í kjörinu og þetta urðu úrslitin:
Besta íslenska bókin er - Gula spjaldið í Gautaborg. Þín eigin þjóðsaga var númer tvö og Gæsahúð-skugginn í kjallaranum, númer þrjú.
Af þýddum bókum voru valdar bestar Dagbók Kidda klaufa, Skrifað í stjörnurnar og Elanor og Park. Börnin í Dalvíkurbyggð hafa góðan bókarsmekk að mati starfsfólks safnanna þriggja sem stóðu að könnunninni þ.e. Bókasafn Dalvíkur og skólasöfn Árskógarskóla og Dalvíkurskóla.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00