Uppbyggingarstefnan

Hvað er Uppbyggingarstefnan / Restitutioin?                        

Uppbyggingarstefnan (Restitution) er hugmyndakerfi sem starfsfólk Dalvíkurskóla hefur verið að innleiða síðastliðinn ár og notar í samskipta- og agamálum. Stefnan er í daglegu tali nefnd Uppbygging. Lögð er áhersla á kennslu sjálfsaga, sjálfsstjórn og uppbyggileg samskipti. Uppbygging miðar að því að finna leiðir til lausna á ágreiningsmálum, skoða hvernig manneskjur við viljum vera, hver hlutverk okkar eru og hvaða þarfir liggja að baki hegðunar okkar. Ef vel tekst til skapast aðstæður fyrir einstaklinginn til að leiðrétta og bæta fyrir mistök sín, gera betur og snúa síðan aftur til hópsins með aukið sjálfstraust.

Uppbyggingarstefnan leggur áherslu á jákvæð samskipti fremur en reglur, á ábyrgð fremur en blinda hlýðni og á virðingu fremur en stjörnugjöf. Treyst er á hæfileikann til sjálfstjórnar og að hver og einn geti hugsað áður en hann framkvæmir og brugðist rétt við aðstæðum.

Uppbyggingarstefnan hvetur hvern og einn til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Aðferðin nýtist við bekkjarstjórnun þar sem allir fá að vaxa og njóta sín. Þetta er aðferð í samskiptum og aðferð við að ná jafnvægi og innri styrk eftir að hafa beitt samferðamenn sína rangindum eða lent upp á kant við þá. Leitast er við að ná samstöðu um lífsgildi til að hafa að leiðarljósi og fylgja þeim síðan eftir með fáum skýrum reglum. Spurt er bæði hvernig við viljum vera og hvað við þurfum að gera til að ná eigin markmiðum í sátt og samlyndi við samferðamenn.

Nemendur læra:

  • Að setja sér markmið, gera uppbyggingaráætlanir, stunda sjálfsskoðun
  • Að bera ábyrgð á eigin námi
  • Að læra leiðir til að hafa stjórn á eigin hegðun
  • Aðferðir við lausn ágreiningsefna
  • Að sinna þörfum sínum af ábyrgð gagnvart sjálfum sér og öðrum
  • Að mynda tengsl við aðra
  • Að bera ábyrgð á eigin mistökum, leiðrétta þau og bæta fyrir þau
  • Að verða þeir sjálfir - þær manneskjur sem þeir vilja vera
  • Að gera bekkjarsáttmála
  • Að gera mitt og þitt hlutverk

Hægt er að lesa nánar um stefnuna í grein eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur og Magna Hjálmarsson á slóðinni http://netla.khi.is/greinar/2007/003/index.htm og á heimasíðunni http://www.realrestitution.com/

Upphafsmaður Uppbyggingarstefnunnar - Restitution

Diane Gossenfrá Kanada er höfundur stefnunnar og hefur hún unnið með kennurum víða um heim við að þróa hagnýtar leiðir fyrir skóla í samskipta- og agamálum. Stefnan beinist ekki bara að nemendum því hinir fullorðnu í skólanum þurfa að byrja á sjálfum sér við að skapa samheldinn og umhyggjusaman skólabrag. Allir sem vinna með börnum og unglingum ásamt foreldrum geta lært og notað þessar hugmyndir og aðferðir. Diane hefur m.a. unnið með aðferðir sínar út frá hugmyndum Willian Glasser um gæðaskólann (Quality School) og sjálfsstjórnarkenningu hans (Control Theory). Ásamt aðferðum frumbyggja N-Ameríku um að einstaklingurinn þarf að fá tækifæri ti lað læra af mistökum sínum og kenningum Alfie Kohn um neikvæð áhrif ytri umbunar.

Diane hefur komið hingað til lands með námskeið. Hægt er að lesa nánar um verk Williams Glasser  á slóðinni http://www.wglasser.com/

Innleiðingarferli Uppbyggingarstefnunnar í Dalvíkurskóla

Unnið hefur verið með starfsaðferðir Uppbyggingarstefnunnar í skólum á Íslandi frá haustinu 2000 og eru fjölmargir skólar að nota þessa stefnu í starfi sínu.

Veturinn 2008-2009 var ákveðið að innleiða sameiginlega uppeldisstefnu fyrir stofnanir byggðalagsins sem koma að börnum. Uppbyggingarstefnan varð fyrir valinu. Allir skólar í Dalvíkurbyggð eiga að vinna eftir þessari stefnu ásamt, félagsmiðstöð, íþróttamiðstöð og frístund.

Fræðsla og kynning fyrir starfsfólk hófst veturinn 2009-2010. Dalvíkurskóli byrjaði innleiðingarferlið af fullum krafti haustið 2010. Skólaárið 2011-2012 byrjaði Dalvíkurskóli að vinna markvisst eftir uppbyggingarstefnunni og hefur hún fest sig vel í sessi í skólastarfi Dalvíkurskóla. Verkefnisstjóri uppbyggingarstefnunnar er Valdís Guðbrandsdóttir iðjuþjálfi. Þetta er langtíma þróunarverkefni þar sem samstarfsfólk í skóla ákveður leið til að láta skólastarfið ganga betur með þá vitneskju að leiðarljósi að hver og einn geti aðeins stjórnað sjálfum sér og ekki öðrum. Þetta veldur grundvallarbreytingu á hugsun margra um aðferðir við stjórnun og meðferð agamála - breyting verður á viðmiðum skólasamfélagsins varðandi samskipti, aga og reglu.

Með tilkomu uppbyggingarstefnunnar eiga að verða áherslubreytingar í samskiptum:

Frá

Til

 

  • Þvingandi samskiptum
  • Atferlismótun
  • Fyrirskipun
  • Blindri hlýðni
  • Áherslu á vandamál
  • Kennarinn leysir vandann
  • Undanlátssemi
  • Reglum
  • Hvernig getum við látið þau lúta okkar vilja?

 

  • Útrýma þvingun og ótta
  • Sjálfstjórnar
  • Samvinnu
  • Sjálfsaga
  • Áherslu á lausn
  • Nemendur leysa vandann
  • Ábyrgðar
  • Lífsgilda
  • Hvernig getum við kennt þeim að sinna þörfum sínum af ábyrgð?

Lögð verður megin áhersla á eftirfarandi úr Uppbyggingarstefnunni í öllu skólastarfi:

Stutt inngrip – Hvernig finnst okkur best að talað sé við okkur?  Temjum okkur að tala við aðra eins og við viljum að talað sé við okkur.  Það skiptir máli hvernig hlutir eru lagðir upp og sagðir og því lærum við stutt inngrip í formi spurninga og fullyrðinga til að skapa notalegt andrúmsloft.

  • Hvað áttu að vera að gera núna?
  • Hvað  get ég gert til að hjálpa þér?
  • Er í lagi með það sem þú ert að gera núna?
  • Er það sem þú ert að gera núna til að hjálpa eða hindra?
  • Þú virðist vera í vandræðum, get ég hjálpað?
  • Hver er reglan?
  • Viltu finna betri leið? Hvernig get ég hjálpað þér?
  • Hvenær ertu til búinn að byrja?

Mitt og þitt hlutverk innan skólans  –  Umræður um öll hlutverk/starfslýsingar innan skólans og sameiginleg niðurstaða skráð.  Hver á að gera hvað og hver á ekki að gera hvað?

Grunnþarfirnar  - Að kynnast eigin þörfum og annarra og skilja að hegðun stjórnast af þörfunum okkar.  Nauðsynlegt er að læra að koma til móts við okkar eigin þarfir án þess að traðka á annarra þörfum.

  • Stjórnunarþörf
  • Frelsisþörf
  • Umhyggjuþörf
  • Gleðiþörf
  • Öryggisþörf

Bekkjarsáttmáli  - lífsgildin - Hvernig viljum við hafa bekkinn okkar?  Á hvernig vinnustað vil ég vinna? Hvernig manneskjur viljum við vera? Umræður um gildi sem skipta máli og bekkurinn kemur sér saman um sáttmála.  Sáttmálinn hjálpar til við að skapa umhverfi þar sem nemendur finni sig örugga í hópnum.  Það skiptir mestu máli.

5 vonlaus viðbrögð – Ásakanir, afsakanir, skammir, tuð og uppgjöf skila okkur engu.  Það er alltaf betra að nota uppbyggingu og horfa fram á veginn.  Við gerum öll mistök og við lærum af mistökum okkar. Segjum ,,já „eins oft og við getum. Það skapar jákvæðan anda.  Já, þú mátt fara fram þegar tíminn er búinn.

Sáttaborðið – Það getur skipt máli hvernig úr málum er leyst.  Að nota sáttaborðið er leið sem gefur öllum tækifæri til að segja sitt álit.  Farið er í gegnum ákveðið ferli og hópurinn kemst að sameiginlegri niðurstöðu.

  • Allir gera mistök
  • Allir fá að segja frá
  • Segja sannleikann
  • Forðast ásakanir, afsakanir, skammir, tuð og uppgjöf
  • Hlusta án þess að grípa fram í
  • Skrifa niður hugmyndir
  • Velja bestu lausnina

– eru ákveðin umgjörð til að tryggja vinnufrið og öryggi í skólanum.  Þegar kennari neyðist til að nota ytri stýringu er það ekki með gylliboðum heldur með því að benda á hinn ytri veruleika um ófrávíkjanlegar reglur og óásættanlega hegðun. Þá er notuð svonefnd reglufesta sem byggist á að spyrja um reglur sem skólinn hefur sett og hlutverk barnsins í skólanum. Viðurlögum er hægt að beita, en þau eru einhvers konar frelsisskerðing, því skólinn setur upp skýr þolmörk um óásættanlega hegðun og þróar samstilltar leiðir til að fylgja þeim eftir.

Skólareglurnar skapa það öryggi og traust sem er nauðsynlegt skólasamfélaginu til að standast utanaðkomandi ásóknir. Þau eru til að styðja við þau lífsgildi og þá sannfæringu sem hver bekkur og allur skólinn setur saman í félagslegan sáttmála. Að framfylgja skýrum þolmörkum er því hvorki hugsað sem refsingskilyrðing til að hræða menn til hlýðni við reglur, heldur er það yfirlýsing um að leiðin sem barnið valdi er lokuð og nauðsynlegt að taka af því ráðin.

Í beinu framhaldi er barninu opnuð önnur leið, tækifæri til að læra betri samskipti og byggja þannig upp sinn innri styrk. Þetta er uppbygging sjálfsaga.

Eftirfarandi tenglar eru áhugaverðir:

http://www.realrestitution.com

Diane Gossen – Restitution

http://netla.khi.is/

Grein Guðlaugar E. G. og Magna Hjálmarssonar

www.sunnuhvoll.com

Heimasíða Magna Hjálmarssonar

http://www.wglasser.com/

Heimasíða stofnunnar William Glasser

http://www.jlcbrain.com/.

Upplýsingar um heilarannsóknir - Eric Jensen

http://www.alfiekohn.org/index.html

Heimasíða Alfie Kohn

http://uppbygging.alftanesskoli.is

Eldri heimasíða Álftanesskóla með upplýsingum um Uppeldi til ábyrgðar

Heimasíða Heiðarskóla í Hvalfirði

http://www.heidarskola.is/namsvefur/uppbygging/