Umhverfisnefnd og sáttmáli

Í Árskógarskóla er markmiðið að allir sem að skólanum koma séu meðvitaðir um umhverfissáttmálann okkar og leggi sig fram við að vinna samkvæmt honum. Allir nemendur og starfsfólk mynda umhverfisnefndina auk fulltrúa foreldra. Umhverfismál og vinna tengd Grænfána eru reglulega rædd m.a. á gæðastundum skólans, sem eru að jafnaði einu sinni í viku en þar gefst tækifæri fyrir alla að koma með tillögur tengdra vinnunni. Frá stofnun skólans árið 2012 hefur markvisst verið unnið í anda Grænfána og strax það ár flaggaði skólinn Grænfána sem nemendur fluttu með sér þegar leik- og grunnskólarnir á staðnum voru lagðir niður og stofnaður nýr skóli tveggja skólastiga. Árin 2012-2016 var unnið að fjölmörgum markmiðum í umhverfismennt og uppskárum við öll endurnýjaðan Grænfána vorið 2014 og aftur vorið 2016.

Árin 2016-2018 höldum við ótrauð áfram og haustið 2016 settum við okkur ný markmið út frá þemum Landverndar. Á fundi umhverfisnefndar á gæðastund 5. september (sjá hér) var ákveðið að þema ársins a.m.k. verði Lýðheilsa.

Lýðheilsa: Hvernig er heilsa okkar í skólanum? Hreyfum við okkur nóg? Hvað getum við gert til að hreyfa okkur meira í daglegu lífi? Borðum við hollan mat? Líður okkur vel í skólanum og daglega lífinu? Erum við góð hvert við annað? Erum við dugleg að vera úti í náttúrunni? Hvaða áhrif hefur lífstíll okkar á umhverfið?

Umhverfissáttmáli Árskógarskóla

Við berum virðingu fyrir umhverfi okkar og verndum náttúruna og allt líf sem í henni býr. Við lærum á náttúruna í okkar nánasta umhverfi og njótum þess að vera hluti af henni. Við göngum vel um, verndum og hvetjum aðra til þess að gera slíkt hið sama. Við temjum okkur hófsemi og gætum þess að allt sem frá okkur fellur sem sorp sé endurnýtt eins og kostur er en hafi að öðru leyti sem minnst skaðleg áhrif. Við leggjum okkur fram við að skilja vel við náttúruna svo næstu kynslóðir geti notið þess að umgangast hana.

Hér má skoða sáttmálann á myndrænan hátt.

Hér má skoða sáttmálann á pdf formi.

Í janúar 2018 var ákveðið að búa til annan sáttmála og hafa hann styttri. Nemendur komu með tillögur af orðum sem síðan voru sett saman í krossglímu. Nemendum fannst gamli sáttmálin góður og vildu halda honum en hafa líka annan stuttan.

 

           

G

           
         

h

r

e

y

s

t

i

s

j

á

l

f

b

æ

r

n

i

     
 

e

n

d

u

r

n

ý

t

i

n

g

       

j

a

f

n

r

é

t

t

i

         

n

á

t

t

ú

r

a

 

v

i

r

ð

i

n

g

         
         

v

i

s

t

s

p

o

r


Leiðir skólans til að uppfylla sáttmálann eru meðal annars þessar:

  • við flokkum rusl og sendum til endurvinnslu
  • við endurvinnum og endurnýtum það sem við getum notað
  • við drögum úr notkun rafmagns • við látum ekki vatn renna að óþörfu
  • við gætum að hitastillingum á ofnum
  • við hvetjum til að drepið sé á kyrrstæðum bílum
  • við nýtum nánasta umhverfi og efnivið náttúrunnar í leik, námi og kennslu
  • við lærum um staðhætti og söguminjar í nágrenni skólans
  • við virðum gróðurinn í umhverfinu og plöntum trjám • við ræktum grænmeti og matjurtir
  • við hugsun vel um umhverfið okkar til dæmis með skipulegri ruslahreinsun
  • við höfum öll tækifæri til að koma hugmyndum um umhverfismál á framfæri

Markmið:

  • að auka umhverfisvitund barnanna
  • að börnin verði fær um að takast á við umhverfismál
  • að börn læri að sjá möguleika í endurnýtanlegum efnivið og nota nota hann á fjölbreytilegan hátt
  • að börnin læri að flokka endurnýtanleg efni þannig að það verði þeim eðlilegt
  • að börnin læri að nýta efni úr náttúrunni og í sátt við hana
  • að börnin læri mikilvægi þess að nýta endurvinnanleg efni sem best
  • að börnin læri mikilvægi þess að skila umhverfinu til afkomenda í ekki lakara ástandi en við tókum við því