Góðan dag,
næsta mánudag 2. mars er viðtalsdagur á grunnskólastigi. Þann dag mæta nemendur og foreldrar saman í spjall til umsjónarkennara og fær hver nemandi 20 mínútur. Í þessu spjalli er farið yfir matsmöppuna og matsblað kennara. Matsblaðið inniheldur almennt mat á 6 þáttum sem við teljum skipta afar miklu máli í námi og þroska hvers barns en þeir eru: frumkvæði og sjálfstæði, vinnusemi, áhugi í námi, umgengni/reglur, fyrirmæli, samvinna/samskipti. Þessir þættir eru svo metnir samkvæmt kvarða skólans sem má sjá hér að neðan. Í þessu viðtali gefst ekki tími til að fara djúpt í einstök efnisatriði námsins, heldur er farið í þau atriði sem eru á matsblaðinu og matsmöppunni og einnig í t.d. framvindu lestrarnáms og stærðfræði. Kennarar skólans eru ávallt tilbúnir til að ræða einstök efnisatriði og nám og kennslu utan hefðbundinna viðtalsdaga.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is