Leikskólalæsi

 


 

Haustið 2009 hófst þróunarstarf í læsi í skólum Dalvíkurbyggðar. Í leikskólunum köllum við það leikskólalæsi en í grunnskólunum Byrjendalæsi. Kennarar fengu fræðslu og þjálfun hjá þeim Þóru Rósu Geirsdóttur og Jenný Gunnbjörnsdóttur á vegum skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri.

Markmiðið með verkefninu var að efla færni kennara í kennslu læsis með það að markmiði að efla málþroska barna og tungumálsvitund þeirra. Ekki að kenna börnunum að lesa eftir hefðbundnum leiðum, en þess í stað er verið að leggja góðan grunn fyrir komandi lestrarnám í grunnskóla. Að finna leiðir til að skapa læsisverkefni sem hæfir aldri og þroska barnanna og skapa lestrarhvetjandi umhverfi. Læsi er mjög vítt hugtak, víðara en það að lesa. Við lesum í umhverfið, myndir, svipbrigði, orð sem við sjáum o.s.frv.