Vetrarfrí

Vetrarfrí

Á mánudaginn opnuðu nemendur 5. bekkjar Bollubúð og afgreiddu háa sem lága um bollur en á þriðjudaginn borðuðu allir á sig gat með saltkjöti og baunum. Í dag fóru nemendur grunnskólastigs með kennurum sínum til Dalvíkur að syngja fyrir Dalvíkinga á meðan nemendur leikskólastigs slógu köttinn úr tunnunni, fóru í ratleik og leiki í íþróttahúsinu.  Eftir stutta en viðburðaríka viku fara nemendur og starfsmenn Árskógarskóla í vetrarfrí í dag kl. 12:00. Við opnum skólann aftur á mánudaginn með hefðbundinni dagskrá. Góða skemmtun í vetrarfríi.