Matjurtagarður í Árskógi

Matjurtagarður í Árskógi

Við í Árskógarskóla viljum vera eins sjálfbær og mögulegt er og því erum við að búa okkur til nýjan matjurtagarð austan skólans. Hér hefur verið kartöfluræktun, rabarabari og grænmeti en ekki á sama staðnum en nýr skóli hefur nú valið sér annan og betri stað til ræktunar. Garðurinn er samvinnuverkefni skólans, umhverfisstjóra Dalvíkurbyggðar og Guðmundar bónda í Stærra-Árskógi en þau hjónin eru sérlegir velunnarar skólans. Valur umhverfisstjóri kom fyrir nokkru síðan og kenndi okkur að forsá í bakka nokkrum tegundum af grænmeti sem við hlúum að þar til garðurinn er klár. Við erum búin að fá okkur útsæði til kartöfluræktar svo allt er að verða tilbúið. Guðmundur bóndi mætti svo í dag með tætara og tætti upp skikann okkar, þá á eftir að keyra nokkuð af mold í garðinn, jafna, garða og setja niður. Við erum afar heppin og glöð að eiga slíka hauka í horni sem Valur og Guðmundur eru, svo eru nemendur og starfsfólk mjög áhugasöm og iðinn þegar slík verkefni þarf að vinna. Spennandi, gefandi og uppbyggjandi samvinnuverkefni. 

Valur kennir nemendur allt um fræin.

Svo þurfti að koma fræjunum niður í mold.

Mæla fyrir fræjum og merkja. Allir áhugasamir.

Feðgarnir Jón Ævar og Guðmundur mæla fyrir garðinum undir glöggu auga garðyrkjumannsins og umhverfisstjórans Vals.

Feðgarnir í Stærra-Árskógi að tæta upp garðinn okkar. Næsta skref er að setja niður.