Kötlukot

Kötlukot

Sumarið og vorið hjá okkur er búið að vera ansi viðburðarríkt. Því miður höfum við lítið komist í að setja á heimasíðu og því drögum við þetta saman núna  

Í sumar er búið að vera mjög gott veður og við lítið verið inni. Við höfum nokkrum sinnum borðað úti hádegis og síðdegishressingu. Þegar veðrið hefur verið sem allra best hafa börnin verið lítið sem ekkert klæd, sullandi, blásandi sápukúlur og leikið sér og vegna þess hve fáklædd þau voru höfum við ákveðið að setja ekki inn myndir af þeim þó svo að það hefði verið skemmtilegt fyrir ykkur að sjá hversu vel þau nutu sín.

Í vor bjuggum við til drullumall svæði sem er búið að vera vel nýtt í sumar. Börnin njóta þess að fá að fara útfyrir með vatn og búa til alls kyns kræsingar. Hér koma nokkrar myndir frá fyrstu skiptunum.

Í vinnu okkar í kringum grænfánan okkar hefur oft komið upp sú umræða hvað breytist aftur í mold og hvað getur fokið um í nátttúrunni okkar í mörg ár. því ákváðum við að gera tilraun með bananahýði. við settum bananahýði í 3 hólf og settum mold í eitt, sand í eitt og bara hýði í eitt. Nú erum við að fylgjast með hitastigi og raunum að sjá hvort bananahýðið breytist á einhvern hátt. Hér má sjá myndir af undirbúningi við þetta.

Nú í sumar höfum við fært smíðadót út og börnin geta spreytt sig ef áhugi er fyrir hendi. Hér má sjá myndir.

Börnunum finnst flestum gaman að spila og því bjuggum við til spil úti með allskonar efnivið. Börnin þurfti að hreyfa sig ef þau lentu á x stöðvum, segja form, það þurfti að ganga á brú og ýmislegt fleira. Virkilega skemmtilegt og börnin stóðu sig virkilega vel.

Elstu börn skólans voru byrjuð að vefa teppi áður enn skóla lauk í vor. Við á Kötlukoti héldum áfram enn ákváðum að prófa þetta úti. Hér má sjá myndir

Vonandi njótið þið vel