Fiskidagshelgin er nú liðin og var aðsókn með miklum ágætum. Tæplega 200 manns komu við á Fiskidaginn sjálfan og voru allir með góða skapið með sér enda hátíðisdagur mikill.
Á sunnudag voru síðan tónleikar með ungu tónlistarfólki af norðurlandinu. Ragnheiður Jónsdóttir víóluleikari úr Svarfaðardal og Ólafur Haukur Árnason gítarleikari frá Akureyri, léku íslensk lög í nýjum útsetningum ungs tónsmíðanema Einars Torfa Einarssonar. Einnig slóst í hópinn Ösp Kristjánsdóttir frá Tjörn, safnvörður á Hvoli og upprennandi söngkona, og tók með þeim nokkur lög. Myndir má sjá hér.
Hvoli við Karlsrauðatorg | 620 Dalvík | Sími: 460 4928 | netfang: hvoll@dalvikurbyggd.is