Um tíma hefur staðið yfir skráning á gömlum húsum í Dalvíkurbyggð. Ákveðið var að skrá öll hús sem byggð voru fyrir 1950 og skipta verkinu í nokkra áfanga. Nú er þessu verki lokið og hér fyrir neðan er hægt að skoða skráninguna eftir götum á Dalvík, Svarfaðardal í einu skjali og Árskógsströnd, annarsvegar dreifbýli og hinsvegar þéttbýli. Einnig er hægt að skoða byggðarþróunarkort sem gert var í tengslum við verkið og birtist sem „slide show“ ef klikkað er a skjalið.
Allar athugasemdir eða nýjar upplýsingar um húsin í skráningunni eru hjartarlega vel þegnar og er bent á að hafa samband við Kristján Hjartarson í póstfangi keld@simnet.is til að koma þeim á framfæri.
Sögu húsanna líkur aldrei meðan þau standa.
Húsaskráning í Dalvíkurbyggð
Hvoli við Karlsrauðatorg | 620 Dalvík | Sími: 460 4928 | netfang: hvoll@dalvikurbyggd.is