Náttúrugripasafn

Náttúrugripasafn - 1. hæð.

Náttúrugripirnir í eigu Byggðasafnsins skipta hundruðum. Hluti af þeim gripum má sjá á sýningunni og má þar nefna fuglaherbergi sem sýnir hóp uppstoppaðra fugla, ásamt skemmtilegum textum um þá eftir Hjörleif Hjartarson. Í örðum hluta herbergisins má m.a sjá hinn sívinsæla Grænlands-ísbjörn sem ávalt vekur ánægju gesta, sérstaklega yngri kynslóðina.

Það var hagleiksmaðurinn Steingrímur Þorsteinsson sem tók að sér að stoppa upp dýrin og mætti segja Steingrímur sé einn helsti stuðningsmaður safnsins frá upphafi með gjöfum sínum og sjálfboðavinnu við uppstoppun fugla og dýra.

náttúrugripasafnið