Á þriðju hæðinni má sjá ýmsa innanstokksmuni sem sýna inní daglegt líf og störf á heimilum fyrra tíma. Bæði má sjá spunavél, vefstól, rokka og ýmiss konar áhöld sem notuð voru við heimilisiðnað. Hér geta gestir fengið að þreifa á íslensku ullinni og finna mismuninn á togi og þeli og fengið að prófa sig áfram að spinna á rokk eða snældu.