Jóhannsstofa

Minningasöfn - 2. hæð.

Jóhannsstofa

Tveir þjóðþekktir svarfdælingar eiga hvor sínar stofur á safninu.

Þar ber að nefna Jóhannsstofu sem tileinkuð er Jóhanni Kr. Péturssonar Svarfdæling. Jóhann fæddist á Akureyri 9. febrúar árið 1913 en óx úr grasi í Brekkukoti í Svarfaðardal. Þegar kom fram á unglingsár tók hann vaxtarkipp og um tvítugt var hann orðinn 234 cm á hæð og vóg þá 163 kg. Í þá tíð var meðalhæð íslenskra karlmanna um 176 cm. Um tíma var Jóhann talinn hæsti maður í heimi. Jóhannsstofa leggur áherslu á að kynna manninn Jóhann en ekki einungis risann eins og hann var oft kenndur við. Í stofunni er hægt að tylla sér niður og horfa á heimildamynd um hann eða skoða hvernig myndir hann tók sjálfur. Þarna er hægt að máta eftirlíkingar af skóm Jóhanns sem eru nr. 62, mæla hæð sína við hans og kaupa eftirlíkingu af hring hans.

jóhannsstofa