Kveðið á Hvoli

Kveðið á Hvoli

Það var gaman á Hvoli um helgina. Í yndislegu veðri á sunnudaginn kom hann Þórarinn Hjartarson frá Tjörn og kvað rímur og fór með stemmur. Mætingin var í nokkru samræmi við veðrið en þeir sem mættu báru mikið lof á frammistöðu Þórarins.

 

Sunnudaginn 15. júlí komu Beate Stormo eldsmiður og Helgi Þórsson langspilsleikari og smíðuðu og léku fyrir gesti og gangandi.  Myndir af þeim má finna hér.

 

Næstu helgi, á sunnudaginn, verður svo Leikfélag Dalvíkur á safninu. Farið verður í leiki auk þess sem þau verða með ýmsar skemmtilegar uppákomur.

Við hvetjum alla til að kíkja við og hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Hvoli.