94. fundur Menningarfélagsins Bergs ses.

94. fundur í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses.

Haldinn í Bergi 11. júní 2020. Fundur hófst kl. 16:00.

Mætt: Freyr Antonsson, Dóróþea Reimarsdóttir, Gunnþór E. Gunnþórsson, Kristjana Arngrímsdóttir, Björk Hólm Þorsteinsdóttir og Íris Hauksdóttir sem kom til fundar kl. 16:15. Freyr formaður stýrði fundi.

Eftir 93. fund nefndarinnar var fundargerð þess fundar send rafrænt til umsagnar nefndarmanna og telst hún samþykkt.

 

Dagskrá:

Framtíðarskipulag í Menningarhúsinu Bergi

Búið er að sækja um veitingaleyfi II til sýslumanns og flestar umbeðnar umsagnir liggja orðið fyrir. Farið yfir þau tilboð sem borist hafa í búnað í eldhús og rætt um lagfæringar sem nauðsynlegt er að gera á eldhúsinu.

 

Fjármögnun breytinga

Á fjárhagsáætlun er nánast til fyrir búnaðarkaupum en eftir er að fá niðurstöðu í að kosta breytingar í eldhúsi. Með því að kynna húsið og framtíðarsýnina með sérstakri opnunarhátíð mætti í leiðinni búa til fjáröflunarleið sem skilaði félaginu tekjum sem nýta mætti í þær breytingar. Rætt um framkvæmd kynningardagsins sem samþykkt var að stefna að þegar breytingar eru yfirstaðnar. Samþykkt að ráðast í kaup á búnaði í eldhús. Formanni og framkvæmdastjóra falið að ljúka því máli.

 

Aðgerðaplan

Stefnt að því að eldhús verði standsett í næstu viku og samþykkt að kynningardagurinn verði í byrjun júlí. Formanni og framkvæmdastjóra falið að halda áfram með þær hugmyndir sem ræddar voru að fundinum.

 

Heimasíða Menningarfélagsins Bergs ses

Uppfæra þarf heimasíðuna, m.a. bæta þar inn myndum af viðburðum í húsinu. Björk sér um það verk.

 

Fyrirkomulag útleigu til framtíðar

Mögulegar leiðir við úthlutun aðstöðu í húsinu ræddar. Formaður og framkvæmdastjóri munu vinna drög að úthlutunarreglum.

 

Starfsemin í húsinu á næstunni

Biðstaða verður þar til breytingar eru yfirstaðnar en alltaf er hægt að fá kaffisopa án endurgjalds. Menningarfélagið tryggir grundvallarþjónustu í húsinu að loknum breytingum.

 

Stuðningur við listamenn

Nokkrir listamenn hafa spurst fyrir um hvort í kjölfar COVID-19 væri sérstakur stuðningur við listamenn. Í því breytingaferli sem er í gangi liggur fyrir að endurskoða þarf gjaldskrá hússins. Umræður urðu um hverju þarf að breyta. Formanni og framkvæmdastjóra falið að gera drög að gjaldskránni.

 

Fundi slitið kl. 18:00.