Salurinn tekur 180 manns í sæti á flötu gólfi.
Húsið er vel búið fyrir tónlistarflutning en salurinn er sérhannaður til að bera vel hljóð. Allir fletir eru harðir auk þess sem hægt er að stýra hljóði með sérstökum hljóðtjöldum.
Í húsinu er flygill sem hægt er að leigja afnot af fyrir tónleikahald.
Innifalið í leigunni er æfing fyrir flytjendur í allt að þrjár samfelldar klukkustundir og sjá flytjendur um að bóka æfingu með góðum fyrirvara.
Ekki er gert ráð fyrir hljóðkerfi í salnum umfram það sem nauðsynlegt er.