Menningarhúsið er lifandi og framsækinn vettvangur, þar sem tækifæri gefst til að að kynnast fjölbreytileika myndlistar.
Salurinn er stór, hátt til lofts og vítt til veggja. Í kringum húsið en þar er grasi vaxið svæði sem hægt er að nýta fyrir útisýningar.
Sýnendur þurfa ekki að greiða gjald fyrir aðstöðuna í Menningarhúsinu Bergi vegna sýningarhalds, en Menningarfélagið Berg rukkar 15% af seldum verkum.
ATH: Sýningarrýmið er fjölnota. Gera má ráð fyrir viðburðum í rýminu á meðan á sýningu stendur.