Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis í Bergi

Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis í Bergi

Karlakór Akureyrar-Geysir heldur vortónleika sína í Menningarhúsinu
Bergi á föstudagskvöld. Á tónleikunum flytur kórinn blöndu af nýju og
gömlu efni, veraldleg lög og kirkjuleg, negrasálma og dægurlög. Elsta
lagið er frá miðri 16. öld eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina og
það nýjasta eftir Gunnar Halldórsson félaga í kórnum.

Einsöngvarar á tónleikunum eru þrír: Erlingur Arason, Heimir
Ingimarsson og Jónas Jónasson. Stjórnandi KAG er Valmar Väljaots og
undirleikari Jaan Alavere.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og aðgangseyrir er 2.000 krónur.

Athugasemdir