Næstkomandi sunnudag, 30. september, kl. 16:00 verða tónleikarnir Úr ljóðum Laxness fluttir í Bergi.
Þann 23. apríl síðastliðinn voru 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Af því tilefni mun Kammerkór Norðurlands flytja lög við ljóð Nóbelskáldsins. Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni.
Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson.
Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998.
Í kórnum er söngfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri að Sauðárkróki í vestri. Kórinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar. Stjórnandi Kammerkórs Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir