Brúðuheimar verða með sýninguna "Umbreytingu" í menningarhúsinu Bergi, fimmtudaginn 28. október 2010 kl. 17:00.
Bernd Ogrodnik, brúðuleiklistarmaður, kemur hér með brot af því besta úr sýningu sinni Umbreytingu, sem hann sýndi við góðar viðtökur í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma.
Sýningin gefur einstaklega skemmtilega sýn inn í heim brúðuleiklistar, þar sem gefur á að líta allar helstu gerðir leikbrúða. „Umbreyting“ var sýnd í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og fékk mjög góða dóma gagnrýnenda.
Sýningin er á vegum Menningarfélagsins Bergs ses. og er bæði ætluð fyrir börn og fullorðna.
Frítt er á sýninguna fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er kr. 1.000.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir