Tónlistarhátíðin BERGMÁL hefst næstkomandi mánudag, 6. ágúst, en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin.
Tónlistarhátíðin Bergmál er sjálfstæður menningarviðburður, óháður öðrum viðburðum og samtökum. Hátíðin er hugmynd og afsprengi vinnu þriggja tónlistarmanna, þeirra Hafdísar Vigfúsdóttur flautuleikara, Gríms Helgasonar klarinettuleikara og Kristjáns Karls Bragasonar píanóleikara.
Dagskrá BERGMÁLS er mjög fjölbreytt og eitthvað að finna við allra hæfi. Allar nánari upplýsingar eru á síðu Bergs menningarhúss www.bergmenningarhus.is
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir