Tónleikar "Konur fyrir konur" í hádeginu í Bergi 22. október

Tónleikar

Hádegistónleikar - "Konur fyrir konur", fara fram í mennigarhúsinu Bergi föstudaginn 22. október.

Fram koma norðlenskar listakonur, allar búsettar við Eyjafjörðinn, sem flytja tónlist og ljóð eftir konur.

Allur aðgangseyrir tónleikanna rennur óskiptur til Krabbameinsfélags
Íslands, Bleiku slaufunnar.

Að tónleikunum stendur Trio Colore, sem skipað er Ásdísi Arnardóttur,
selló, Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, fiðlu og Petreu Óskardóttur,
þverflautu. Auk Trio Colore koma fram Eyrún Unnarsdóttir, mezzosópran og Helga Bryndís
Magnúsdóttir, píanóleikari.

Um kynningar og ljóðalestur sér leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir.

Frumflutt verða tvö íslensk verk sem samin hafa verið
sérstaklega af þessu tilefni. Höfundar verkanna eru Hildigunnur
Rúnarsdóttir og Guðrún Ingimundardóttir.

Tónleikarnir hefjast kl. 12:00 og standa í um klukkustund. Miðaverð er kr. 2500.

Vonandi eiga sem flestir þess kost að njóta þessarar stundar og sameinast um að leggja þessu verðuga málefni lið og láta gott af sér leiða.

Plakat

Athugasemdir