Tónar eiga töframál í Bergi

Á morgun, þriðjudaginn 24. maí, verður lokasöngur verkefnisins Tónar eiga töframál í Bergi, en það er samstarfsverkefni Tónlistarskólans og leikskóla Dalvíkurbyggðar. Lokasöngurinn hefst kl. 17:00 og eru foreldrar hvattir til að mæta með börn sín. Á sama tíma opnar sýning úr vetrarstarfi leikskólanna ásamt verkum barna sem tóku þátt í listasmiðjunni í Krækishúsinu um helgina, en smiðjan var hluti af barnamenningahátíðinni Glaumur og gleði sköpunarinnar.

Athugasemdir