Sýning á verkum nemenda

Sýning á verkum nemenda

Í dag kl. 12:15 opnar ný sýning í salnum í Bergi.

Guðrún Jóhanna Friðmundsdóttir er nemandi í 10. bekk Dalvíkurskóla. Hún heldur nú útskriftarsýningu í menningarhúsinu Bergi á verkum sem hún vann á síðustu tveimur skólaárum. Guðrún Jóhanna heillaðist af uglum í heimsókn sinni í Iðjuna á Siglufirði og áhugi hennar á að lita jókst við að það að lita myndir með litlum formum. Þegar litið er á myndverkin hennar er hægt að sjá að uppáhalds litirnir hennar eru heitu litirnir rauður, bleikur og appelsínugulur. Einnig sýnir hún myndir sem hún vann í tónlistartímum í vetur. Það má því segja að myndirnar hennar Guðrúnar Jóhönnu hafi verið uppsprettan af því að setja upp sýningu í Bergi. Nemendur Dalvíkurskóla sýna einnig verk úr smiðjum og list- og verkgreinum.

Athugasemdir