Svarfdælskur mars 2013

Svarfdælskur mars 2013

Svarfdælskur mars verður haldinn að hluta til í Bergi þetta árið. Hér að neðan má sjá dagskrá Svarfdælsks mars í heild sinni:

Fimmtudagur 21. mars
Stórmyndin Land og synir, sýnd í Bergi kl. 20:00

Bíómynd Ágúst Guðmundssonar frá 1979, að mestu tekin í Svarfaðardal.
Miðaverð kr. 500

Föstudagur 22. mars
Heimsmeistarakeppnin í brús að Rimum kl. 20:30.
Keppt um gullkambinn. Æfinga- og kennslubúðir í hliðarsal.
Aðgangseyrir kr. 500

Laugardagur 23. mars
Svarfdælskar fornsögur í Bergi kl. 14:00
Þórarinn Eldjárn og Eva María Jónsdóttir fjalla um rannsóknir sínar og skrif um Svarfdælasögu.

Loksins á heimaslóð
Hundur í óskilum - SAGA ÞJÓÐAR í Bergi, laugardag kl. 16:00
Hundur í óskilum segja Íslandssöguna á hundavaði. Þeir félagar hafa sýnt fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í meira en ár. Einstakt tækifæri fyrir heimamenn að koma og gera sér glaðan dag.
Miðaverð kr. 2.500 og miðasala í síma 460-4000 (Berg)

Laugardagskvöld 23. mars
Marsinn tekinn að Rimum (ath, breytt staðsetning).
Húsið opnar kl. 21:00 og talið í marsinn kl. 21:30. Aðgangseyrir kr. 1.000.

Sunnudagur 24. mars
Sögufélag Svarfdælinga.
Undirbúningsfundur vegna stofnunar Sögufélags Svarfdælinga, haldinn að Rimum kl. 14:00. Allt áhugafólk velkomið!

Athugasemdir