Svarfdælskur mars 2011

Svarfdælskur mars 2011 hefst föstudaginn 25. mars á heimsmeistaramóti í Brús og lýkur sunnudaginn 27. mars með ferð um Svarfaðardal þar sem myndlist í kirkjum verður skoðuð. Á laugardeginum verður sérstök hátíðardagskrá í Bergi í tileinkuð alþýðulistamönnum úr byggðarlaginu.

Dagskrá:

Föstudagur 25. mars:
Kl. 20.30 Heimsmeistarmótið í Brús háð í Bergi menningarhúsi á Dalvík

Laugardagur 26. mars
Kl. 14.00 Málþing um alþýðulistamenn í byggðarlaginu með áherslu á Brimar og verður þá jafnframt opnuð sýning á verkum hans.

Á málþinginu mun Ragnheiður Þórsdóttir fjalla um sköpunarþörfina, Atli Rafn Kristinsson mun fjalla sérstaklega um Brimar og flutt veru tónlist eftir Tólfta september. Þá mun Sigríður Gunnarsdóttir, listfræðingur, vera með leiðsögn um sýninguna á þeim verkum Brimars sem sýnd verða við þetta tækifæri, en þemað er landslag og umhverfi. Tvær aðrar sýningar á verkum Brimars eru fyrirhugaðar síðar á árinu,

Sunnudagur 27. mars
Á sunnudeginum verður farið um dalinn og myndlist í kirkjunum skoðuð. Einnig verður komið við í Arngrímsstofu sem var vinnustofa Arngríms Gíslasonar málara en hún er talin elsta vinnustofa málara hér á landi,

Frekari upplýsingar veitir Hjörleifur Hjartarson á netfanginu hjhj@rimar.is  eða í síma 861 8884

Athugasemdir