Stebbi og Eyfi - tónleikar í Bergi

Stebbi og Eyfi halda tónleika í Bergi menningarhúsi miðvikudaginn 17. október kl. 20:30.


Þeir sendu frá sér geisladiskinn „Fleiri notalegar ábreiður“ fyrir síðustu jól og munu nú á haustmánuðum heimsækja höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina og kynna diskinn með tónleikahaldi. Ásamt því að flytja lög af nýja geisladiskinum munu hljóma margar af þeim dægurperlum, sem þeir félagar hafa sent frá sér bæði saman og í sitthvoru lagi, lög eins og „Hjá þér“, „Líf“, „Undir þínum áhrifum“, „Okkar nótt“, „Álfheiður Björk“, „Dagar“, ,,Draumur um Nínu“ o.m.fl.

Einnig munu þeir félagar spjalla á léttum nótum við tónleikagesti og segja óborganlegar sögur úr bransanum.
Miðaverð: kr. 2.500.

Athugasemdir