Bókasafnið stendur fyrir hádegisfyrirlestri fimmtudaginn 7. mars og er það athafnamaðurinn Júlíus Júlíusson sem flytur fyrirlesturinn, Stærstur, frægastur, flottastur?Mun Júlíus fjalla um vangaveltur sínar tengdar því litla samfélagi sem við búum í og þá staðreynd hversu margir einstaklingar sem koma úr eða tengjast Dalvíkurbyggð hafa skarað fram úr. Fyrirlesturinn er í Bergi og hefst kl. 12:15 og eru allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir