Miðvikudaginn 27. október kynnir Kristín Aðalheiður Símonardóttir verkefnið "Sögusetur Bakkabræðra", en hún vinnur að því að komið verði á fót á Dalvík sögusetri og safni um þá frægu Bakkabræður, Gísla, Eirík og Helga, sem bjuggu á Bakka í Svarfaðardal. Þar er ætlunin að segja frá lífi þeirra í máli og myndum og að bjóða gestum upp á upplifanir sem tengjast sögum um þá.
Kynningin fer fram í menningarhúsinu Bergi og hefst kl. 20:30. Allir velkomnir.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir