Í júlí mun listmálarinn Þorri Hringsson sýna verk sín í salnum í Bergi. Flest listaverkanna eru olíumyndir ásamt teikningum. Myndirnar eru landslagsmyndir sem Þorri hefur unnið að síðustu 12 mánuði.
Þorri Hringsson fæddist í Reykjavík árið 1966 en á ættir sínar að rekja í Aðaldal. Þorri útskrifaðist frá Myndlista- og handliðaskóla Íslands árið 1989 og árið 1991 frá Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi. Þorri hefur haldið margar sýningar hér á landi og í Hollandi ásamt því að hafa tekið þátt í samsýningum.
Við vekjum athygli á því að sunnudaginn 7. júlí verður opið í Bergi frá kl. 14:00-17:00.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir