Opnun Menningarhússins Bergs nálgast óðfluga

Menningarhúsið Berg er nú óðum að taka á sig mynd en stefnt er að formlegri opnun 5. ágúst næstkomandi. Búið er að ákveða að mynda sjálfseignarstofnun um rekstur og starfsemi hússins og verður Menningarfélagið Berg ses. stofnað í þeim tilgangi og stefnt er að formlegum stofnfundi þess 1. júlí næstkomandi. Tilgangur Menningarfélagsins Bergs ses. er að skapa umgjörð utan um hverskonar menningarstarfsemi í húsinu svo sem listsýningar, tónleika, ráðstefnur og menningartengda ferðaþjónustu.

Hafin er undirbúningur að fjölbreyttri opnunardagskrá dagana 5. - 10. ágúst, en formlegur opnunardagur er eins og áður sagði 5. ágúst næstkomandi. Þegar eru mörg komin atriði á dagskrá opnunardaganna og önnur eru í undirbúningi og vinnslu.

Það eru spennandi tímar framundan fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar og gesti þeirra í Menningarhúsinu Bergi og það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr Berginu.

Athugasemdir