Minningar úr Dalvíkurskóla

Á morgun, fimmtudaginn 28. janúar verður sýningin ,,Minningar úr Dalvíkurskóla" sýnd í Bergi menningarhúsi kl. 17:00. Sýningin  hefur að geyma myndir í eigu Ólafs B. Thoroddsen fyrrum kennara við skólann en hann tók mikið af myndum úr skólalífinu og er meginuppistaða myndanna er frá árunum 1980-1984. Sýningin verður í skjávarpa og mun Ólafur kynna þær eftir því sem þörf krefur. Sérstaklega áhugavert fyrir gamla nemendur skólans, kennara og annað starfsfólk, sem og íbúa alla að koma og rifja upp gamlar skólaminningar með Óla Thor.

Athugasemdir